Dagur Árni og Jens Bragi fara báðir á HM

Tveir leikmenn úr KA voru valdir í 16 manna landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri í handbolta en mótið hefst í Egyptalandi miðvikudaginn 6. ágúst. Landsliðið er nánast eins skipað og liðið sem lék gríðarvel og vann til silfurverðlauna á Opna Evrópumóti 19 ára landsliða sem fram fór í Svíþjóð í byrjun júlí.
Annar KA-piltanna, Dagur Árni Heimisson, er reyndar genginn til liðs við Val en Jens Bragi Bergþórsson línumaður er einnig í hópnum. Dagur Árni var einmitt valinn besti leikmaður Opna Evrópumótsins.
Alls taka 32 lið þátt í heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið er í efsta styrkleikaflokki í mótinu og verður í riðli með Brasilíu, Gíneu og Sádi-Arabíu. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í hóp 16 efstu liða en tvö þau neðri leika meðal 16 neðri liðanna um forsetabikarinn.
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Gíneu að morgni miðvikudagsins 6. ágúst.


Atlavík

Timburmenn

Sumarfrí

Þessi þjóð er farin í hundana
