Fara í efni
Pistlar

Glæsimark Hallgríms og KA í góðum málum!

Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði glæsilegt mark undir lokin gegn Silkeborg. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði glæsilegt mark undir lok Evrópuleiksins við Silkeborg í Danmörku í dag og tryggði KA jafntefli, 1:1. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu.

KA-menn stóðu sig feykivel gegn danska liðinu, ættu að bera höfuðið hátt og mæta fullir bjartsýni til síðari leiks liðanna á Greifavellinum eftir viku. Sigurliðið úr viðureigninni kemst í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Silkeborg náði forystu seint í fyrri hálfleik þegar Callum McCowatt skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Þegar hefðbundnum leiktíma var að ljúka, og þriggja mínútna uppbótartími að hefjast, jafnaði svo Hallgrímur með frábæru skoti; Birgir Baldvinsson, sem kom inn á nokkrum mínútu áður, átti góða sendingu inn á vítateig utan af vinstri kanti, Rodri skallaði boltann sem barst til Hallgríms og þrumufleygur hans með vinstra fæti hægra megin úr teignum var meira en markvörður heimaliðsins réð við. Boltinn söng efst í horninu fjær. Frábærlega gert!

Meira í kvöld

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er farin í hundana

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. júlí 2025 | kl. 06:00

Reikningur vegna látins manns

Orri Páll Ormarsson skrifar
25. júlí 2025 | kl. 09:00

Sýprus

Sigurður Arnarson skrifar
23. júlí 2025 | kl. 09:00

Brilljantín

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. júlí 2025 | kl. 11:30

Garðsvík; gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
20. júlí 2025 | kl. 13:00