Fara í efni
Pistlar

Bygging kirkju í Grímsey hefst í vor

Nýja Miðgarðakirkjan samkvæmt teikningu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts.
Nýja Miðgarðakirkjan samkvæmt teikningu Hjörleifs Stefánssonar arkitekts.

Stefnt er að því að bygging nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey geti hafist næsta vor. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri kirkjubyggingarinnar, og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, hafi í gær kynnt Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra, Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, og nokkrum starfsmönnum bæjarins, teikningar að nýju kirkjunni.

„Mikill einhugur var á meðal fundarmanna um þetta góða samfélagslega verkefni sem hefur eflt mjög samstöðu og samhug Grímseyinga. Framkvæmdin undirstrikar að þeir eru hvergi af baki dottnir og horfa björtum augum til framtíðar þessarar einstöku eyju við heimskautsbaug,“ segir á vef bæjarins.

„Kirkjan verður timburhús klætt lerki með steinsteyptu gólfi sem klætt verður með stuðlabergsskífum. Kirkjan mun hafa mikla sérstöðu og þjóna víðtæku hlutverki í Grímsey jafnt til helgi- og viðburðahalds. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist vorið 2022 en hönnun og annar undirbúningur er nú í fullum gangi.“

Sem kunnugt er samþykkti ríkisstjórn Íslands nýverið að veita 20 milljónum króna til verksins. Nú er unnið að því að klára fjármögnun þess en þónokkuð vantar upp á að því sé lokið, segir á vef Akureyrarbæjar.

  • Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á reikning Miðgarðakirkju, 565-04-250731, kt. 4602692539.

Teikningar Hjörleifs Stefánssonar að nýju kirkjunni - pdf skjal

Ríkið: 20 milljónir í nýja Miðgarðakirkju

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00