Fara í efni
Pistlar

Apótekaralakkrísinn

EYRARPÚKINN - 3

Við vorum ekki ljós bekkjarins við Tryggvi Marínós sem við sátum við grómtekinn gluggann og sugum lakkrís úr Akureyrarapóteki.

Kámugir af lakkrísnum útbíuðum við borð og stóla og klesstust heilu síðurnar saman í Gagni og gamni.

Hreiðar Stefánsson taldi lakkrísinn hafa sljóvgandi áhrif á skýrleik í framsögn og viljann til náms og fór ófögrum orðum um óþverra þennan og jók ekki á vinsældir sínar hjá strákum sem fannst lakkrísinn uppspretta munaðar og gleði.

Lét Hreiðar okkur æla heilum og hálfum lakkrísum á skeinipappír sem hann hélt á eins og dúk í lófa sér og sáum við þá stauta aldrei aftur.

Þannig óx óhlýðni mín með áskrift að skammarkróki og skápnum kalda við útidyrahurð.

Það var heldur ekki verra að vera karl í krapinu í augum stelpnanna sem flestar voru of fínar með sig fyrir lakkrísinn atarna.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Apótekaralakkrísinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30