Fara í efni
Pistlar

Svona bara af því bara

Ég skrifa ekkert ofboðslega mikið og ég reyni að nöldra ekkert sérstaklega margt, enda varla tekur því, þetta líf bara er svona og mitt nöldur breytir væntanlega engu. Eftir hundrað ár erum við hvort eð er dauð. En það er samt í mér þetta sérkennilega „En“ og þá kemur upp í manni einhver hugsun um að þetta sé bara alls ekki nógu fökking gott. Það er ekkert viðsættanlegt við það að peningapungar ráði heiminum vegna þess að eðjótar á sama aldri og ég hafa sætt sig við allt sem yfir þá er látið ganga. Og þrátt fyrir að einhverjum þyki það kyndugt, þá get ég aldrei og mun aldrei sætta mig við það að næsta kynslóð erfi hugsunarhátt minnar kynslóðar. Kommon, þið eruð svo margfalt betri en það. Og það særir mitt litla auðsæranlega hjarta þegar ég sé næstu kynslóð ganga til móts við úrelt kerfi valdsmanna (af hverju kyni sem kann að vera) og taka upp kyndilinn fyrir markaðshyggju dauðans. Hvenær fær ungt fólk endanlega nóg? Hvenær getur fólk staðið upp úr uppeldi sínu og brotið sér leið úr viðjum þess sem er búið að vera við lýði um óheyrilega langa tíð? Hvenær fáum við nóg? Til dæmis hvernig getur ungt fólk með enn tiltölulega frjásar skoðanir, hætt að kjósa að jakkafataklæða sig og taka þátt í peningabatteríinu? Sumir auðvitað erfa það og eru afskaplega glaðir með það og vilja ekki breyta neinu, enda kæmi það niður á buddunni, sem er svo yfirfull að það myndi engum endast æfi til að nýta það sem í henni er. Því fólki er viss siðferðileg vorkunn, það skilur fæst nokkurn skapaðan hlut af því sem er tilgangur lífsins. Enda er óþarfi að velta slíku fyrir sér, maður bara kaupir sér lífsfullnægju. Hún hlýtur að vera jafn föl fyrir peninga og landið sem maður fær af miskunnsemi jarðarinnar að búa á. Ég hef mjög ólíklega rétt á því að rífa kjaft, en það bara er mér í blóð borið. Ekkert af því sem ég segi kemur í restina til með að skipta máli frekar en svo margt annað sem ég hef sagt eða skrifað en samt held ég í vonina sem svo oft birtist mér í hugmyndaflugi nemenda minna í ME, ungu fólki í strætó og ekki síst sonum mínum sem fara sínar eigin leiðir en alltaf af réttsýni og alveg stórmerkilegum kærleika. Það er líklega það eina sem ég hef náð að kenna sonum mínum og vonandi einhverjum nemendum að ríkidæmi búi ekki í hlutum eða eignum heldur í hjarta manns. Hafandi sjálfur verið hugsanlega of oft í nærveru við dauðann, þá er mér hver dagur dýrmæti. Ekki metorð eða peningar sem sumum virðast kærari en lífið sjálft.

Sigurður Ingólfsson er rithöfundur og þýðandi

Hrossakjöt í þriðja hvert mál

Orri Páll Ormarsson skrifar
20. september 2024 | kl. 06:00

Skógar sem vatnsdælur

Sigurður Arnarson skrifar
18. september 2024 | kl. 10:30

Temjum tæknina III: Uppfærð kortasjá og ný heimasíða

Magnús Smári Smárason skrifar
17. september 2024 | kl. 14:15

Skemman

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. september 2024 | kl. 13:00

Víti til varnaðar

Jóhann Árelíuz skrifar
15. september 2024 | kl. 06:00

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00