Fara í efni
Pistlar

Requiem

Dag einn
ákvað Guð að setjast í helgan stein
og láta strákinn um framhaldið.

Í stíl við einræðisherralega tilburði hingað til
settist hann að í stórri höll, gullskreyttri
og með þjóna á sífeldu róli.

Það var í Vatíkaninu.

Þegar strákurinn frétti þetta
um pabba gamla

verður að viðurkennast

að honum féllust aðeins hendur,
minnugur þess hvernig farísear og
æðstuprestar höfðu áður leitað
til heimsveldis þeirra tíma til að
geta losnað við hann með annarra
ábyrgð.

Þessi sonur Guðs og Palestínu
vissi nefnilega að nú þyrfti hann
að standa í sama veseni.

Sömu farísear og æðstuprestar
murkuðu líftóruna úr fólki í skjóli
erlends heimsveldis.

Strákurinn varð aðeins pirraður á gamla manninum
og sá fram á aðra krossfestingu.

Núna reyndar heillar þjóðar.

Þessi sonur Guðs og Palestínu
tók staf sinn og gekk inn í stríðið
og í Gaza reyndi hann að líkna börnum og
þjáðum eins og hann hafði alltaf gert.

Farísearnir og æðstu prestarnir
fengu vopn hjá heimsveldinu,

réðust til slátrunar og sungu:
„Here I go again!“

Sigurður Ingólfsson er rithöfundur og þýðandi

Helstu elritegundir

Sigurður Arnarson skrifar
03. desember 2025 | kl. 09:30

Veldu þinn takt á aðventunni

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
02. desember 2025 | kl. 06:00

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00