Fara í efni
Pistlar

Í leikhúsi hugans

Í leikhúsi hugar míns
er sýning sem aldrei endar,
þar sögur eru sagðar og skuggar dansa.
Aðalhlutverk sýningarinnar
eru efinn og vonin,
sem bæði eru leikin af mér.

Efinn byrjar, enda sá sem aldrei þegir:
„Sjáðu nú til minn kæri, neikvæðar hugsanir, þeim getur þú treyst.“
Svo glottir hann og segir:
„Í völundarhúsi óttans er ég sá eini sem vandann getur leyst.“
 
Vonin stígur fram og hefur upp sína raust:
„Lát leiðarljós bjartsýni skína bjart í ríki möguleika þinna.“
Og áfram hún heldur svo jákvæð og hraust:
„Í karnivali lífsins, ef þú leitar, þá er næga gleði að finna.“
 
Efinn hlær hátt og slær sér á lær:
„Sjáðu gallana, sprungurnar í spegli lífsins, þetta blasir við þér.“
Hann lækkar róminn og færir sig nær:
„Að einblína á gallana heldur þér öruggum, það hver maður sér.“
 
Vonin út faðm sinn breiðir og segir með bros á vör:
„Líttu á blómin í þínum draumagarði, sem blómstra svo fögur.“
Henni veitist létt að veita andsvör:
„Með því að hlúa að jákvæðni og fegurð vinnur þú stórsigur.“
 
Efinn nú reiðist, byrstir sig og lemur í borðið:
„Þú talar um að leita og dreyma, en það er öllum um megn.“
Svo gefur hann til kynna að bara hann hafi orðið:
„Af hverju að endalaust leita sólskins þegar það er eilíft regn?“
 
Vonin sest, hún virðist þreytt, eins og hún þrái frið:
„Neikvæðni og myrkur eða ljós og gleði, þitt er valið.“
Svo stendur hún upp, á henni er fararsnið:
„Hér ríkir myrkur, ég vel ljósið svo að fara er sjálfgefið.“
 
Þetta er mín togstreita
á milli myrkurs og ljóss,
eins og ég vafra um völundarhús rangs og rétts.
Leiksviðið er mitt,
átökin djúpstæð,
þegar ég leita svara, herðast átökin.
 
Jón Óðinn Waage er leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari

Maðurinn sem aldrei svaf

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 20:00

Sumarfrí mikilvæg heilsubót

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. júní 2024 | kl. 14:00

Fágætur heggur: Næfurheggur

Sigurður Arnarson skrifar
12. júní 2024 | kl. 10:00

Gervigreind: Ekki lengur vísindaskáldskapur

Magnús Smári Smárason skrifar
11. júní 2024 | kl. 17:00

Áhugi minn á gervigreind: Frá slökkviliði til Oxford

Magnús Smári Smárason skrifar
11. júní 2024 | kl. 17:00

Frystigeymslan

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
10. júní 2024 | kl. 11:30