Fara í efni
Umræðan

Pistlar nemenda við HA: „Rússland yfirgaf mig“

Á stóru myndinni er rússneski blaðamaðurinn Kirill Martynov. Efst til vinstri: Līva Skapste nemandi við Stradina háskólann í Ríga. Neðar: Halldóra Margrét Pálsdóttir og Sveinn Brimar Jónsson, fjölmiðlafræðinemar við HA.

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig,“ sagði rússneski blaðamaðurinn Kirill Martynov, sem býr í Ríga í Lettlandi, fyrir nokkrum vikum í viðtali við Svein Brimar Jónsson, nemanda í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Nokkrir nemendur fóru í námsferð til Ríga í vor þar sem þeir ræddu meðal annars við rússneska blaðamenn sem flúið hafa heimalandið til þess að geta sinnt starfinu.

Akureyri.net birtir í dag pistla eftir tvo nemandanna sem fóru til Ríga.

„Hann segist vera enn sama manneskjan sem hann var fyrir 10 árum þegar hann var háskólakennari í Moskvu en landið er ekki það sama í dag,“ segir Sveinn Brimar um Martynov. „Áður en hann gerðist blaðamaður var hann kennari, hann hafði áhuga á stjórnmálum. Kirill vildi halda í hugmyndina um frelsi fyrir Rússa og til þess er mikilvægt að vera með fagmannlega blaðamennsku. Hann flutti því til Lettlands og hélt uppi fréttamiðli um Rússland.“

Innrásin í Úkraínu áfall

Annar nemandi HA, Halldóra Margrét Pálsdóttir, ræddi við Līva Skapste, 20 ára nemanda við Stradina háskólann í Ríga. Hún hefur stundað nám í margmiðlun á meðan stríð hefur geisað í nágrannalandinu og hún segir fólk ávallt vera viðbúið hverju sem er. 

„Það var áfall að heyra greint frá því þegar innrásin í Úkraínu átti sér stað,“ sagði Skapste við Halldóru Margréti. „Ég hef heyrt foreldra mína tala um það hvernig lífið var þegar þau voru yngri, en núna þegar þetta er að gerast á okkar tíma er það mjög kvíðavaldandi. Stríðið er mjög nálægt okkur og ástandið varð enn raunverulegra fyrir mig þegar kærastinn minn fékk að vita að hann ætti að fara í herinn í júlí.“

 

Nemendahópurinn frá Háskóla Akureyrar ásamt Skúla Braga Geirdal, öðrum tveggja kennara í ferinni. Sigrún Stefánsdóttir var einnig með í för.

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30