Fara í efni
Umræðan

Vinkonur færðu Rauða krossinum 34.000 krónur

Vinkonurnar Ísold Rúnarsdóttir og Ísabella Árný Nínudóttir vörðu heilmiklum tíma í vetur í að safna dósum og flöskum til styrktar Rauða krossinum. Þær gengu milli húsa í Lundarhverfinu og óhætt er að segja að vel var tekið á móti þeim því í heildina söfnuðu þær 34.000 krónum. Þær stöllur segja verkefnið hafa verið skemmtilegt og mikið reynt á gangvöðvana því þegar þær voru búnar að fylla pokana eins og þær gátu borið þurftu þær að rogast með þá heim í geymslu og ná í nýja poka til að halda áfram að safna. Það voru stoltar vinkonur sem færðu Eyjafjarðardeild Rauða krossins afrakstur erfiðisins.
 
Tilkynning frá Rauða krossinum

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00