Fara í efni
Umræðan

Hugmyndarík og dugleg söfnuðu 24.350 krónum

 
Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar. En þau létu ekki þar við sitja heldur perluðu listaverk, bjuggu til armbönd og bókamerki sem þau svo gengu í hús í Síðuhverfi og seldu. Aðspurð hvernig þeim hafi gengið að selja sögðu þau að ekki hafi gengið vel til að byrja með en þau héldu bara áfram og þá fór að ganga betur. Þau sýndu þannig að stundum þarf dálitla seiglu til að ná árangri.
 
Þau komu svo færandi hendi með afraksturinn, heilar 24.350 krónur, til Rauða krossins. Við þökkum þessum flottu krökkum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til mannúðarstarfs.
 

Tilkynning frá Rauða krossinum

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00