Fara í efni
Umræðan

Hugmyndarík og dugleg söfnuðu 24.350 krónum

 
Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar. En þau létu ekki þar við sitja heldur perluðu listaverk, bjuggu til armbönd og bókamerki sem þau svo gengu í hús í Síðuhverfi og seldu. Aðspurð hvernig þeim hafi gengið að selja sögðu þau að ekki hafi gengið vel til að byrja með en þau héldu bara áfram og þá fór að ganga betur. Þau sýndu þannig að stundum þarf dálitla seiglu til að ná árangri.
 
Þau komu svo færandi hendi með afraksturinn, heilar 24.350 krónur, til Rauða krossins. Við þökkum þessum flottu krökkum kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag til mannúðarstarfs.
 

Tilkynning frá Rauða krossinum

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00