Fara í efni
Umræðan

„Vinkilbygging“ við Undirhlíð og Skarðshlíð

Hér má sjá teikningu af húsi sem Byggingarfélagið Hyrna hyggst byggja á lóðinni númer 20 við Skarðshlíð, reit sem á sínum tíma kom til greina undir fjölbýlishús þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.

Myndina er að finna í gögnum sem voru til umræðu á fundi skipulagsráðs nýlega og bæjarstjórnar í gær. Þar var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi en tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Lóðin við Skarðshlíð sem um ræðir, Undirhlið til vinstri og Hörgarbraut hægra megin.

 

Tvær útfærslur sem koma til greina.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30