„Vinkilbygging“ við Undirhlíð og Skarðshlíð
Hér má sjá teikningu af húsi sem Byggingarfélagið Hyrna hyggst byggja á lóðinni númer 20 við Skarðshlíð, reit sem á sínum tíma kom til greina undir fjölbýlishús þar sem heilsugæslustöð yrði á jarðhæð. Síðar var ákveðið að heilsugæslustöðin norðan Glerár yrði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.
Myndina er að finna í gögnum sem voru til umræðu á fundi skipulagsráðs nýlega og bæjarstjórnar í gær. Þar var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi en tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Lóðin við Skarðshlíð sem um ræðir, Undirhlið til vinstri og Hörgarbraut hægra megin.


Tvær útfærslur sem koma til greina.
Hreint ekki eins og atvinnuviðtal
Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“
Gott að eldast
Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!