Fara í efni
Umræðan

Vinabæjarsamstarfi við Múrmansk slitið?

Bæjarráð Akureyrar vill slíta vinabæjarsamtarfi við Múrmansk í Rússlandi og jafnframt að Akureyrarbær segir sig úr samtökunum Northern Forum. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í morgun og tillögunni vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundinum:

„Bæjarráð fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær slíti vinabæjarsamstarfi við Múrmansk og jafnframt að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum, sem er að stórum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.“

Fund bæjarráðs í morgun sátu Halla Björk Reynisdóttir formaður, Heimir Örn Árnason, Inga Dís Sigurðardóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Brynjólfur Ingvarsson og Jana Salóme I. Jósepsdóttir.

Múrmansk er hafnarborg á Kólaskaga í norðvesturhluta Rússlands, nálægt norsku og finnsku landamærunum. Skrifað var undir vinabæjasamkomulag við borgina árið 1994 í heimsókn bæjarstjórans á Akureyri þangað, að því er segir á vef Akureyrarbæjar. „Samskiptin voru lítil í fyrstu en hafa aukist á síðustu árum,“ segir þar.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30