Fara í efni
Umræðan

Vilja aftur meiri- og minnihluta í bæjarstjórn

Oddvitar allra framboðanna á Akureyri. Skjáskot af vef RÚV
Oddvitar allra framboðanna á Akureyri. Skjáskot af vef RÚV

Meiri- og minnihluti verða aftur teknir upp í bæjarstjórn Akureyrar ef marka má áherslur oddvita framboðanna í bæjarstjórnarkosningunum í umræðuþætti á RÚV. Þar lýstu fæstir oddvitanna sig fylgjandi því að öll bæjarstjórn ynni áfram sem ein heild að verkefnum.

„Í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga mynduðu L-listi Bæjarlistans, S-listi Samfylkingar og B-listi Framsóknarflokks, meirihluta í bæjarstjórn. Í nóvember 2020 var hinsvegar ákveðið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn. Bæjarstjórn hefur síðan þá unnið í sameiningu að rekstri sveitarfélagsins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins með hátt í 20 þúsund íbúa,“ segir á vef RÚV.

Oddvitar framboðanna á Akureyri lýstu flestir þeirri skoðun að ekki væri árangursríkt að starfa áfram með óbreyttum hætti í bæjarstjórn.

Smellið hér til þess að horfa á framboðsfundinn á RÚV.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00