Fara í efni
Umræðan

Vetrarparadísin Akureyri!

Nú er vetrarfrí í skólum bæði í Reykjavík og Garðabæ. Fólk flykkist til höfuðstaðar Norðurlands til þess að njóta yndislegra samverustunda með fjölskyldu og vinum. Við Akureyringar megum vera mjög stolt af mörgu í okkar bæ. Um helgina eru nánast öll gistipláss uppbókuð, veitingahús þéttsetin og útivistarperlurnar okkar vel nýttar. Aðstaðan í bænum er í marga staði alveg til fyrirmyndar og engin tilviljun að fólk komi hingað í þúsundatali í vetrarfríinu að njóta góðra stunda í okkar frábæra bæ.

Það er mikill kraftur og metnaður í ferðaþjónustunni á Akureyri og í gær tilkynnti Niceair um millilandaflug frá Akureyri til Spánar, Danmerkur og Bretlands sem er mikið gleðiefni. Einnig mun flugvöllurinn stækka á næstu árum sem eru löngu tímabærar framkvæmdir og munu þær bæta aðstöðuna til þess að taka á móti ferðamönnum á Akureyrarflugvellinum til mikilla muna. Á þessu ári munu Skógarböðin opna sem verður glæsilegur baðstaður rétt fyrir utan Akureyri.

Það eru svo sannarlega bjartir tímar framundan í ferðaþjónustunni! Við þurfum samt sem áður að bæta í á ákveðum sviðum og styrkja stöðuna á öðrum . Í Akureyringum býr ógnarstyrkur og sóknarfærin eru fjölmörg. Nýtum okkar meðbyrinn, styrkjum grasrótina og vöxum áfram á réttan hátt.

Heimir Örn Árnason sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna komandi sveitastjórnarkosninga í maí.

Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. maí 2023 | kl. 20:00

Leitin að fullkomnun

Skúli Bragi Geirdal skrifar
30. maí 2023 | kl. 14:00

Ungir iðkendur íþróttafélaga mæta afgangi hjá bæjarstjórn Akureyrar

Guðmundur Oddsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 08:00

Erindi í messu á degi eldri borgara

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar
21. maí 2023 | kl. 06:00

Essin stóru í uppstigningardagsviku

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 16:00

Meira um brjóst og rassa

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
19. maí 2023 | kl. 14:14