Fara í efni
Umræðan

Verkföll boðuð í MA, VMA og Tónlistarskólanum

Verkföll kennara hefjast í fimm framhaldsskólum – þar á meðal bæði Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri – þann 21. febrúar hafi samningar ekki náðst. Sama dag hefst verkfall í Tónlistarskólanum á Akureyri hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.
 
Hinir framhaldsskólarnir sem kennaraverkfallið nær til, ef af verður, eru Borgarholtsskóli í Reykjavík, Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað og Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði og á Patreksfirði.
 
Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti í dag niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í umræddum skólum.
 

Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta í öllum fimm framhaldsskólunum. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Verkföllin verða ótímabundin.

Á vef Kennarasambands Íslands kemur einnig fram að verkfallsaðgerðir félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafi verið samþykktir með öllum greiddum atkvæðum í Tónlistarskólanum á Akureyri og að kjörsókn hafi verið góð, eða 87%. Verkfallið verður tímabundið og stendur frá 21. febrúar og til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00