Fara í efni
Umræðan

Vandamálin leyst eins og í góðu hjónabandi

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja, frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Björk Reynisdóttir (L), Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Elma Eysteinsdóttir (L) og Heimir Örn Árnason (D).

Ásthildur Sturludóttir verður áfram bæjarstjóri á Akureyri. L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, sem hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn, hafa tilkynnt það. 

Oddviti Sjálfstæðisflokks segir í viðtali við RÚV að allt sé klappað og klárt og öll særindi milli flokksins og L-listans hafi gróið um heilt, en hvassar skeytasendingar áttu sér stað á milli bæjarfulltrúa eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn slitu viðræðum við L-listann í fyrstu tilraun til myndunar meirihluta.

„Er þetta ekki bara eins og allt í lífinu, menn gera mistök, mannleg mistök, og það er ágreiningur. Síðan tala menn saman aftur og komast að niðurstöðu, er þetta ekki bara eins og gott hjónaband sem leysir vandamálin,“ segir Heimir Örn Árnason við RÚV.

Málefnasamningur flokkanna þriggja verður kynntur í næstu viku, miðvikudaginn 1. júní.

Smellið hér til að lesa frétt RUV

  • Í fyrstu atrennu eftir kosningar ræddu fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar myndun sjö manna meirihluta en tveir þeir síðarnefndu slitu þeim viðræðum; sögðu ágreining um málefni of mikinn og að L-listinn hefði krafist of mikils.
  • Næsta skref voru viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks. „Mikill samhljómur“ var á fyrsta fundi en svo fór að Samfylkingin sleit þeim viðræðum í gær. Ástæðan var „málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá samfylkingunni.

Árangur flokkanna þriggja í kosningunum var sem hér segir:

  • L-listi 1.705 atkvæði – 18,7% 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0%2 bæjarfulltrúar (var með 3)
  • Miðflokkur 716 atkvæði – 7,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00