Fara í efni
Umræðan

Um 1.000 í einangrun á Norðurlandi eystra

Um 50 starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru fjarverandi vegna Covid-19 og er það ein aðaláskorun sjúkrahússins þessa dagana. Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins.

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru nú skráðir 1050 í einangrun vegna Covid-19 og um 860 í sóttkví. Alls greindust um 1500 ný smit innanlands sl. sólarhring. Þar af voru um 140 hér fyrir norðan. Einn er inniliggjandi á sjúkrahúsinu vegna Covid-19 og sjúkrahúsið er á hættustigi.

Heimsóknir eru leyfðar á legudeildir sjúkrahússins frá og með deginum í dag, þó einungis einn gestur á dag til hvers sjúklings. Heimsóknargestir skulu vera þríbólusettir eða tvíbólusettir eða hafa fengið staðfest Covid-19 smit innan síðustu 6 mánaða. „Gestir þurfa að vera án flensulíkra einkenna og mega því ekki vera með t.d. hita, höfuðverk, hósta eða beinverki. Heimsóknargestir skulu bera fínagnagrímu (veirugrímu). Hægt er að nálgast þær á sjúkrahúsinu,“ segir á vef SAk.

„Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi í dag. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu sem greind var með PCR-prófi (ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga).“

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00