Fara í efni
Umræðan

Akureyrarveikin: vísindalegar lýsingar voru birtar í Lancet

Sænski læknirinn og vísindamaðurinn Jonas Bergquist hefur skoðað Akureyrarveikina í tengslum við rannsóknir á langtíma eftirköstum COVID-19. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sænski læknirinn og vísindamaðurinn Jonas Bergquist segir lýsingar á Akureyrarveikinni, sem geisaði 1948 og 1949, passa vel við það sem í dag sé vitað um langtímaafleiðingar COVID-19. Þetta kemur fram í viðtali við Jonas sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Ekki er vitað hvaða veira mögulega orsakaði Akureyrarveikina að sögn Bergquist og því sé ekki hægt að slá því föstu að skyldleiki sé með henni og COVID-19 en rannsóknir séu mikilvægar. Hann rannsakar núna langtíma eftirköst COVID-19, meðal annars með hliðsjón af Akureyrarveikinni, ME-sjúkdómnum og langtíma afleiðingum þeirra.

„Mér finnst mikilvægt að við lærum af sögunni, bæði af mistökum sem við gerum með tímanum, en líka með þeirri þekkingu sem safnað hefur verið. Þegar farið er yfir þær skrár sem lýsa Akureyrarveikinni passa þær vel við það sem við vitum í dag um ME og líka við langtímaafleiðingar COVID-19. Íslenskir læknar með Björn Sigurðsson á Keldum í fararbroddi eiga mikinn heiður skilinn. Akureyrarveikin var ekki fyrsti faraldurinn í heiminum af þessum torkennilega sjúkdómi en hann var sá fyrsti sem lýst var á vísindalegan hátt og sjúklingum var fylgt eftir og niðurstöður birtar í alþjóðlegum vísindaritum eins og Lancet. Svo strax á þessum tíma, á fimmta áratugnum, gat fólk lýst fyrirbærinu mjög vel.“

Smellið hér til að lesa viðtalið við Jonas Bergquist.

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00