Fara í efni
Umræðan

Tvöfaldur slagur við Hafnfirðinga um helgina

Andri Freyr Sverrison í baráttu við Braiden van Herk í fyrstu viðureign SFH og SA í nóvember. Mynd er fengin af Facebook-síðu íshokkídeildar SA.

SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí, fær hafnfirska hokkíliðið SFH í heimsókn um helgina. Liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri bæði í dag og á morgun.

Skautafélag Hafnarfjarðar hefur ekki aðstöðu til að spila heimaleiki sína á eigin svelli þannig að fyrri leikur helgarinnar er heimaleikur SFH, en sá seinni er heimaleikur SA. Skautafélag Akureyrar sér um umgjörðina utan vallar í báðum leikjunum.

SA er á toppi Toppdeildar karla í íshokkí með 24 stig úr 11 leikjum, en SFH er neðst á töflunni, situr í 4. sæti með tíu stig úr 12 leikjum. SA og SFH mættust tvisvar undir lok nóvember, þá einnig í bæði skiptin á Akureyri, og úr urðu fjörugir baráttu- og markaleikir. SFH vann fyrri leikinn 7-2, en SA þann seinni 5-2. Hafnarfjarðarliðið sótti nokkuð í sig veðrið á lokavikum liðins árs eftir erfiða byrjun og náði að sigra hin þrjú liðin hvert á fætur öðru á innan við tveimur vikum.

  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri, laugardagur 11. janúar kl. 16:45
    SFH - SA
  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri, sunnudagur 12. janúar kl. 18:45
    SA - SFH

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30