Fara í efni
Umræðan

Tvöfaldur slagur við Hafnfirðinga um helgina

Andri Freyr Sverrison í baráttu við Braiden van Herk í fyrstu viðureign SFH og SA í nóvember. Mynd er fengin af Facebook-síðu íshokkídeildar SA.

SA Víkingar, karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí, fær hafnfirska hokkíliðið SFH í heimsókn um helgina. Liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri bæði í dag og á morgun.

Skautafélag Hafnarfjarðar hefur ekki aðstöðu til að spila heimaleiki sína á eigin svelli þannig að fyrri leikur helgarinnar er heimaleikur SFH, en sá seinni er heimaleikur SA. Skautafélag Akureyrar sér um umgjörðina utan vallar í báðum leikjunum.

SA er á toppi Toppdeildar karla í íshokkí með 24 stig úr 11 leikjum, en SFH er neðst á töflunni, situr í 4. sæti með tíu stig úr 12 leikjum. SA og SFH mættust tvisvar undir lok nóvember, þá einnig í bæði skiptin á Akureyri, og úr urðu fjörugir baráttu- og markaleikir. SFH vann fyrri leikinn 7-2, en SA þann seinni 5-2. Hafnarfjarðarliðið sótti nokkuð í sig veðrið á lokavikum liðins árs eftir erfiða byrjun og náði að sigra hin þrjú liðin hvert á fætur öðru á innan við tveimur vikum.

  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri, laugardagur 11. janúar kl. 16:45
    SFH - SA
  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri, sunnudagur 12. janúar kl. 18:45
    SA - SFH

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00