Fara í efni
Umræðan

SA-konur unnu Fjölni og eru áfram langefstar

Shawlee Gaudreault varði 13 skot í leiknum í gær, en heimakonur í Fjölni náðu aðeins 15 skotum á mark SA á móti 49 skotum SA-kvenna á mark Fjölnis. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið SA í íshokkí hélt áfram sigurgöngu sinni í gærkvöld þegar SA-konur sóttu Fjölni heim í Egilshöllina. Lokatölur urðu 5-2 SA í vil og liðið er áfram langefst í Toppdeildinni. 

Guðrún Ásta Valentine náði forystunni fyrir SA um miðja fyrstu lotuna og Sólrún Assa Arnardóttir bætti við öðru marki eftir 19 sekúndna leik í annarri lotu. Laura-Ann Murphy minnkaði muninn fyrir Fjölni, en Silvía Rán Björgvinsdóttir bætti við tveimur mörkum og SA með 4-1 forystu eftir aðra lotu. Aftur minnkaði Laura-Ann Murphy muninn í þriðju lotu, en Kolbrún Björnsdóttir skoraði fimmta mark SA og lokatölur 5-2, SA í vil.

  • Fjölnir - SA 2-5 (0-1, 1-3, 1-1)

Fjölnir

Mörk/stoðsendingar: Laura-Ann Murphy 2/0, Elísa Dís Sigfinnsdóttir 0/1.
Varin skot: Karítas Halldórsdóttir 44 af 49 (89,8%).
Refsingar: 8 mínútur.

SA

Mörk/stoðsendingar: Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0, Sólrún Assa Arnardóttir 1/1, Kolbrún Björnsdóttir 1/1, Amanda Ýr Bjarnadóttir 0/1, Herborg Rut Geirsdóttir 0/1, Eyrún Garðarsdóttir 0/1.
Varin skot: 13 af 15 (86,7%).
Refsingar: 10 mínútur.

SA hefur nú spilað 11 leiki og er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig, 16 stigum á undan SR sem á reyndar þrjá leiki til góða á hin liðin.

Leikskýrslan.

Staðan í deildinni.

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00