Fara í efni
Umræðan

Þrjár frá Tindastóli semja við Þór/KA

Fimm nýir leikmenn bættust í leikmannahóp Þórs/KA í dag þegar tilkynnt var að samið hefði verið við þrjá leikmenn sem koma frá Tindastóli, auk tveggja bandarískra leikmanna.

Þær þrjár sem koma til liðsins frá Tindastóli hafa verið í hópi lykilleikmanna liðsins og samningur þeirra við Þór/KA er til þriggja ára. Í tilkynningu frá Þór/KA segir að María Dögg Jóhannesdóttir (fædd 2001) muni koma með mikla reynslu inn í hópinn hjá Þór/KA og styrkja og breikka hópinn. María er sóknarsinnaður varnarmaður sem hóf að leika með meistaraflokki Tindastóls árið 2016 og skoraði fimm mörk í 27 leikjum með Tindastóli á síðasta tímabili. Hún hefur leikið allan sinn feril hjá Tindastóli og á að baki 210 leiki í meistaraflokki.

Einnig gengu þær Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir til liðs við Þór/KA en báðar eru þær fæddar árið 2008 og í hópi efnilegustu leikmanna landsins. Þær eru báðar frá Skagaströnd en hófu að leika með Tindastóli árið 2022 og hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Birgitta Rún er sóknarmaður og skoraði sjö mörk í 21 leik í Bestu deildinni í fyrra en samtals hefur hún leikið 64 leiki fyrir Tindastól í meistaraflokki og skorað 10 mörk.. Þá á hún að baki 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Elísa Bríet er miðvallarleikmaður og skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en samtals hefur hún leikið 65 leiki fyrir Tindastól í meistaraflokki og skorað 16 mörk. Leikir hennar fyrir yngri landslið Íslands eru orðnir 22.

Í tilkynningunni segir að afar ánægjulegt sé þegar ungar knattspyrnukonur sem leita eftir nýjum vettvangi til að taka næstu skref á ferlinum ákveða að ganga til liðs við Þór/KA. „Í því er fólgið mikið traust til okkar sem störfum fyrir félagið og því fögnum við. Þór/KA vill og á að vera vettvangur fyrir ungar knattspyrnukonur með stóra drauma, jafnt þær sem aldar eru upp hjá Akureyrarfélögunum og hjá öðrum félögum á Norðurlandi eða annars staðar,“ segir í tilkynningunni frá Þór/KA.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45