Fara í efni
Umræðan

Þotur snúa frá vegna vanbúins flugvallar

Aðflugsljós norðan við flugbrautina á Akureyri. Ljósin hafa verið í skipulagsreglum flugvallarins frá árinu 2011, á aðalskipulagi Akureyrar frá 2018 og á nýju deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.

„Nýlega hafa millilandaþotur frá Edelweiss og Transavia þurft að hætta við lendingar á Akureyrarflugvelli vegna þess hve flugvöllurinn er vanbúinn, sem einkum kemur fram við skilyrði með lélegu skyggni og lágri skýjahæð.“

Þannig hefst grein sem Akureyri.net birtir í dag. Höfundur er Víðir Gíslason, flugmaður og einn hollvina Akureyrarflugvallar.

Víðir segir lengi hafa verið ljóst að brýn þörf sé á aðflugsljósum norðan flugbrautarinnar á Akureyri, enda geti þau ráðið úrslitum um hvort hægt sé að lenda. „Þau auka flugöryggi og bæta aðgengi t.d. vegna millilandaflugs, og ættu að fjármagnast með varaflugvallargjaldi. Ljósin hafa verið í skipulagsreglum flugvallarins frá árinu 2011, á aðalskipulagi Akureyrar frá 2018 og á nýju deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.“

Kröfur ekki uppfylltar

Hann segir að frá árinu 2018 hafi aðflugsferlar úr norðri verið stórbættir, þeim fylgi hins vegar kröfur um viðeigandi aðflugsljós í samræmi við alþjóðareglur en þær kröfur hafi ekki verið uppfylltar.

Vegagerðin stóð nýlega fyrir verulegum endurbótum á Leiruveginum, með nýjum hjólastíg og öflugri brimvörn, og Víðir greinir frá því að Isavia hafi verið boðin þáttaka í verkinu „vegna löngu fyrirséðra jarðvegsframkvæmda fyrir framangreindan aðflugsbúnað. Samvinnan var afþökkuð af einhverjum ástæðum, þrátt fyrir augljósa þörf, samlegðaráhrif, og verulegan sparnað á skattfé.“

Lengi hefur verið beðið eftir nýjum aðflugsferlum úr suðri, „sem eru svo sérkapítuli,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leikur vafi á hvort þeir muni nýtast í vetur, vegna tafa á hönnun og flugprófunum.“

Grein Víðis: Aðflugsljós við Leiruveg

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10