Fara í efni
Umræðan

Vilja sérstaka stjórn fyrir Akureyrarflugvöll

Mynd: Hörður Geirsson
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hvetja stjórnvöld til að nýta betur þau miklu tækifæri sem felast í millilandflugi um Akureyrarflugvöll og vilja að komið verði á sérstakri stjórn fyrir Akureyrarflugvöll sem ætlað verði að móta stefnu hans til framtíðar. Hlutverk hennar verði að byggja upp völlinn sem öfluga, alþjóðlega gátt inn í landið, þróa nauðsynlega innviði, tryggja samkeppnishæfni hans og leiða markaðssetningu í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Íslandsstofu. Þetta er á meðal þess sam ályktað var á nýafstöðnu Haustþingi SSNE.
 
Þá leggja samtökin áherslu á að flugþróunarsjóður verði efldur, bæði með auknu fjármagni og endurskoðun á reglum hans, svo hægt sé að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og rekstrargrundvöll beins millilandaflugs til Akureyrar. 
 
Kominn tími til að nýta tækifærin til fulls
 
„Millilandaflugið hefur þegar skilað sér í aukinni uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi og leikur mikilvægt hlutverk í því að skapa góð skilyrði fyrir atvinnuppbyggingu og bæta búsetugæði. Tækifærin í því að efla millilandaflugið og festa í sessi með frekari fjárfestingu í flugþróunarsjóði eru gríðarleg, með auknum fyrirsjáanleika sem gefur forsendur fyrir frekari uppbyggingu. Þannig eykst samkeppnishæfi alls svæðisins sem flugvöllurinn nær til og um leið alls landsins. Á Akureyrarflugvelli mætast tækifæri ferðaþjónustu, útflutnings og atvinnuuppbyggingar. Það er kominn tími til að nýta þau tækifæri til fulls — í þágu Norðurlands eystra og landsins alls,“ segir Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE.
Í ályktun haustþings SSNE segir einnig að beint flug til og frá Akureyri hafi þegar sýnt fram á mikla möguleika til að styrkja ferðaþjónustu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Bent er á að samkvæmt nýlegri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála stuðli millilandaflug til Akureyrar að aukinni dreifingu ferðamanna og eflingu ferðaþjónustu utan suðvesturhorns landsins. Þar segir einnig: „Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu.“

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45