Fara í efni
Umræðan

Opna verður aðra alvöru gátt inn í landið

„Akureyri hefur alla burði til að þróast næstu 30 árin líkt og Qeenstown [á Nýja-Sjálandi] gerði í það að verða 50 þúsund manna borg með daglegu millilandaflugi og stóraukinni ferðaþjónustu og afþreyingu allt árið. Við þurfum einfaldlega að ákveða að það sé það sem við viljum gera til að auka atvinnutækifæri og hagsæld í okkar landshluta en tækifærið er svo sannarlega til staðar.“

Þetta segir Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi á Akureyri, í grein sem akureyri.net birti í dag. Þar ræðir hann mikilvægi þess að opnuð verði önnur gátt inn í landið – að í bænum verði byggður upp alvöru alþjóðaflugvöllur.

Queenstown á Nýja-Sjálandi umbreyttist úr litlum fjalla- og skíðabæ eins og Akureyri er yfir í alþjóðlega ferðamannamiðstöð eftir að reglulegt millilandaflug hófst árið 1995, segir Þórhallur, og ber staðina tvo saman vegna þess að „Qeenstown er umlukin fjöllum líkt og Akureyri og gerir því aðflugið sambærilegt.“

Ákvörðunin er pólitísk, segir Þórhallur. Tal um að Ísland sé uppselt og ekki sé hægt að taka við fleiri ferðamönnum eigi ekki við um Norðausturland. „Hér er töluvert rými til að bæta í allt árið og hagsmunaaðilar annarsstaðar á landinu eiga ekki að geta komið í veg fyrir að hér byggist upp alvöru alþjóðaflugvöllur og þar með önnur alvöru gátt inn í landið,“ skrifar hann.

Grein Þórhalls: Hin gáttin

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10