Fara í efni
Umræðan

Þórsstelpurnar eru á blússandi siglingu

Heiða Hlín Björnsdóttir lék mjög vel í gær; gerði 25 stig og tók 9 fráköst,Ljósmyndir: Páll Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfubolta vann Ármann á heimavelli í gær, 77:66, og komst upp í annað sæti 1. deildar, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Liðið hefur leikið vel undanfarið og stefnan er hiklaust að komast upp í efstu deild.

Heiða Hlín Björnsdóttir var stigahæst með 25 stig og tók níu fráköst, Eva Wium gerði 19 stig og þýska stúlkan Tuba Pyoraz, sem nýlega gekk til liðs við félagið, gerði 16 stig.

Með sigrinum skaust Þór upp í annað sæti deildarinnar sem fyrr segir, er með 24 stig líkt og Snæfell eftir sextán leiki, en Stjarnan trónir á toppnum með 30 stig eftir sautján leiki.

Nánar hér á heimasíðu Þórs

þýska stúlkan Tuba Pyoraz,

Vinstra vor í Akureyrarbæ

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 21:00

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00