Fara í efni
Umræðan

Þórsstelpurnar eru á blússandi siglingu

Heiða Hlín Björnsdóttir lék mjög vel í gær; gerði 25 stig og tók 9 fráköst,Ljósmyndir: Páll Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfubolta vann Ármann á heimavelli í gær, 77:66, og komst upp í annað sæti 1. deildar, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Liðið hefur leikið vel undanfarið og stefnan er hiklaust að komast upp í efstu deild.

Heiða Hlín Björnsdóttir var stigahæst með 25 stig og tók níu fráköst, Eva Wium gerði 19 stig og þýska stúlkan Tuba Pyoraz, sem nýlega gekk til liðs við félagið, gerði 16 stig.

Með sigrinum skaust Þór upp í annað sæti deildarinnar sem fyrr segir, er með 24 stig líkt og Snæfell eftir sextán leiki, en Stjarnan trónir á toppnum með 30 stig eftir sautján leiki.

Nánar hér á heimasíðu Þórs

þýska stúlkan Tuba Pyoraz,

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45