Fara í efni
Umræðan

Þórsarar mæta Leikni í Reykjavík í dag

Þórsarar fagna marki Ibrahima Balde í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar, þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við HK í Boganum. Mynd: Ármann Hinrik

Þórsarar sækja Leiknismenn heim í Breiðholtið í dag í Lengjudeildinni, næstefstu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn er í 2. umferð mótsins, Þór gerði 1:1 jafntefli gegn HK í Boganum í umferðinni og fyrsta leik Leiknis lauk einnig 1:1, gegn Þrótti í Laugardalnum. 

  • Lengjudeild karla í knattspyrnu, 2. umferð
    Leiknisvöllur (Domusnovavöllurinn) í Breiðholti kl. 18.00
    Leiknir - Þór

Leiknismenn unnu báða deildarleiki liðanna síðasta sumar, fyrst 2:1 á Þórsvellinum og síðan 5:1 í Reykjavík.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, snýr á gamla heimavöllinn; hann var þjálfari Leiknis frá 2018 til 2022, tvö síðustu árin í efstu deild.

Hægt er horfa á leikinn í beinni útsendingu á livey. Það kostar 500 krónur.

Að safna bílflökum

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:15

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45