Fara í efni
Umræðan

Fyrsta mark Amalíu í deildinni – Harpa lánuð

Amalía Árnadóttir með boltann í bikarleiknum gegn KR á dögunum. Harpa Jóhannsdóttir, á innfelldu myndinni, er á leið til Völsungs.

Amalía Árnadóttir gerði fyrsta mark Þórs/KA í 1:0 sigrinum á Fram í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsta mark Amalíu í efstu deild Íslandsmótsins.

Amalía, sem er 18 ára, hefur gert tvö mörk í bikarkeppni KSÍ. Hún skoraði í 6:0 sigri Þórs/KA á KR í Boganum á dögunum en fyrra bikarmarkið gerði Amalía sumarið 2022, 15 ára gömul, fyrir Völsung í 4:0 sigri á Einherja. Þór/KA lánaði hana til Húsavíkurliðsins það sumar.

Markið gegn Fram í Úlfarsárdalnum í gær gerði Amalía á 20. mínútu eftir hraða sókn. Sonja Sigurðardóttir sendi boltann hárnákvæmt inn fyrir vörn Fram, Amalía náði að skjóta framhjá markverðinum sem kom langt út á móti, boltinn fór í stöngina fjær og út í markteiginn en Amalía var fyrst á vettvang og skoraði.

Harpa lánuð til Völsungs

Tilkynnt var í gær að Harpa Jóhannsdóttir, markvörður, hafi verið lánuð frá Þór/KA til Völsungs. Félagaskiptin hafa þegar tekið gildi.

Harpa á að baki 132 leiki í meistaraflokki, þar af 65 í efstu deild með Þór/KA. Af leikjunum 132 eru 109 með Þór/KA og 23 með Hömrunum þar sem hún lék á lánssamningi 2018.

„Harpa hefur verið allan sinn feril í röðum félagsins, kemur úr yngri flokkum KA og var ung komin í meistaraflokkshópinn hjá Þór/KA,“ segir á vef Þórs/KA. „Harpa er samningsbundin Þór/KA út tímabilið 2026, en fyrsta samningur hennar við félagið tók gildi 1. janúar 2015, þegar Harpa var tæplega 17 ára. Á yfirstandandi tímabili hefur Harpa leikið fjóra leiki með Þór/KA í A-deild Lengjubikarsins og einn í Mjólkurbikarnum.“

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00