Fara í efni
Umræðan

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

 

Málflutningur Solbergs, sem hefur líkt og Hægriflokkurinn lengi talað fyrir inngöngu í Evrópusambandið, er á sömu nótum og hjá Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtoga Verkamannaflokksins, í ræðu hans á landsfundi flokksins nýverið. Flokkur Støres var áður hlynntur því að ganga í sambandið en hefur í seinni tíð ekki haft það á stefnuskrá sinni og var tillögum um að setja málið á dagskrá og boða til þjóðaratkvæðis í þeim efnum hafnað á fundinum.

„Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli [að Evrópusambandinu] sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Støre í ræðunni en sjálfur hefur hann lengi verið hlynntur inngöngu í sambandið. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki það bezta fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“

Hægriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa allajafna verið stærstu stjórnmálaflokkar Noregs og nær undantekningalaust skipzt á að leiða ríkisstjórnir landsins. Hins vegar hafa þeir þurft að vinna með flokkum andvígum inngöngu í Evrópusambandið til þess að mynda ríkisstjórnir. Til þess að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar þarf Hægriflokkurinn þannig meðal annars að vinna með Framfaraflokknum sem er alfarið andsnúinn því að Noregur gangi í sambandið.

Hvað afstöðu almennings í Noregi varðar hafa allar skoðanakannanir þar í landi undanfarin 20 ár sýnt fleiri andvíga inngöngu í Evrópusambandið en hlynnta. Fátt ef eitthvað bendir þannig til þess að Norðmenn séu á leið í sambandið þrátt fyrir tíðar fullyrðingar um annað í röðum íslenzkra Evrópusambandssinna. Jafnvel leiðtogi samtaka norskra Evrópusambandssinna, Heidi Nordby Lunde, hefur lýst þeirri skoðun sinni að sú verði ekki raunin í fyrirsjáanlegri framtíð.

Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00