Fara í efni
Umræðan

Þór/KA heimsækir Fram í Úlfarsárdalinn

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, til vinstri, hefur leikið hverja einustu mínútu í deildarleikjum Þórs/KA í sumar - ein sjö leikmanna sem hafa gert það. Karen María Sigurgeirsdóttir hefur gert þrjú mörk í deildinni og gerði tvö mörk í 5:1 sigri á Fram í Lengjubikarkeppninni í vetur. Myndir: Ármann Hinrik

Þór/KA sækir Fram heim í Úlfarsárdalinn í dag, í sjöttu umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar kvenna í knattspyrnu. Umferðin hófst í gær þegar Breiðablik burstaði Val 4:0, og fjórir leikir eru á dagskrá í dag.

  • Besta deild kvenna í knattspyrnu
    Framvöllur (Lambhagavöllurinn) kl. 16:15
    Fram - Þór/KA

Fram er í 6. sæti deildarinnar með sex stig úr fimm leikjum, en Þór/KA í 4. sæti með níu stig. Breiðablik er efst með 16 stig eftir sex leiki en FH og Þróttur eru með 13 stig og eiga einn leik til góða toppliðið.

Þór/KA og Fram hafa aðeins einu mæst á knattspyrnuvellinum áður, í febrúar á þessu ári. Leikurinn var liður í Lengjubikarkeppni KSÍ og Þór/KA vann 5:1.

Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 16.05.

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00