Landsátak í sundi í laugunum í nóvember
Landsátak í sundi, sem ber einfaldlega nafnið Syndum, stendur yfir allan nóvembermánuð í sundlaugum landsins. Þeir metrar sem landsmenn synda á meðan landsátakið stendur yfir munu safnast saman og markmiðið er að synda sem flesta hringi kringum Ísland.
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Þetta er í fimmta sinn sem þetta landsátak fer fram en það er Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sem stendur fyrir átakinu, í samvinnu við Sundsamband Íslands. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Í átakinu taka landsmenn sig saman og synda hringi kringum Ísland en í fyrra voru syntir ríflega 32.000 kílómetrar, sem eru næstum 24 hringir kringum landið.
Til að taka þátt þarf að stofna aðgang á vefsíðu átaksins og skrá þar inn vegalengd í hvert sinn sinn sem synt er. Þau sem eiga notendaaðgang úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað hann fyrir skráningar. Í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar eru líka skráningarblöð þar sem gestir laugarinnar geta skráð sínar sundferðir.
Eflum SAk
Tryggjum öryggi eldri borgara
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni?
Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag