Fara í efni
Umræðan

Gull og gersemar á sjóræningjadaginn

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Kafað var eftir gulli og gersemum í Glerárlaug fyrir fáeinum dögum – með mjög góðum árangri! Þar voru á ferð nemendur sundskóla Óðins, foreldrar þeirra og ef til vill aðrir forráðamenn, á árlegum sjóræningjadegi. Líklega er um að ræða vinsælasta dag skólaársins; allir skemmtu sér í það minnsta afar vel á meðan akureyri.net leit við.

Dýrleif Skjóldal, sem stjórnað hefur skólanum í tæpa þrjá áratugi fyrir sundfélagið, klæddi sig upp á í tilefni dagsins og glatt var á hjalla. Það er leikur að læra, var sagt í eina tíð, og á án nokkurs vafa við í þessu tilfelli. Eða kann einhver skemmtilegri leið fyrir börn til þess að æfa sig í að kafa en að leita að gulli, gimsteinum og öðrum verðmætum í leiðinni? Gott ef Dilla nefndi ekki að krakkarnir hefðu haft meira en 100 kíló upp úr krafsinu.

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00