Fara í efni
Umræðan

Söguganga um Hrísey á laugardaginn

Arfur Akureyrarbæjar býður í sögugöngu um Hrísey á laugardaginn kemur, 6. september. Gangan hefst kl. 14:00 við höfnina í Hrísey og endar á sama stað kl. 17:00. Gangan er í umsjón Þorsteins G. Þorsteinssonar sem mun segja frá ýmsu áhugaverðu og skemmtilegu úr sögu eyjarinnar.

Tímasetningin miðar við að gestir sem þurfa að taka ferju frá Árskógströnd taki ferjuna sem fer þaðan kl. 13:30 og geti tekið ferjuna tilbaka frá Hrísey kl. 17:00.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Hér má skoða viðburðinn á Facebook.

Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar. Öll velkomin!

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00