Fara í efni
Umræðan

Gamla steypustöðin fær nafnið Steypustöðin

Gamla steypustöðin í Hrísey sem öðlast hefur nýtt líf sem áningarstaðurinn Steypustöðin. Mynd: Guðný Pálína Sæmundsdóttir

Nýjum áningarstað við göngustíg meðfram vesturströnd Hríseyjar hefur verið gefið nafnið Steypustöðin. Ný gönguleið var tekin í notkun fyrr á árinu og hefur notið mikilla vinsælda í sumar, að því er segir á vef Akureyrarbæjar, „enda er þar margt að sjá. Leiðin er tiltölulega auðveld og mest á sléttlendi. Útsýni er gott yfir á Tröllaskaga og til norðurs að Ólafsfjarðarmúla. Þarna gefur oft að líta seli á grjótum í fjöruborðinu.“

Umræddur áningarstaður var útbúinn þar sem áður var gömul steypustöð við sjávarbakkann. Ákveðið var að óska eftir hugmyndum um nýtt nafn, alls bárust tillögur frá 124 einstaklingum og sú sem varð fyrir valinu var nefnd oftar en aðrar; 12 manns lögðu til að staðurinn yrði kallaður Steypustöðin. Fjórir vildu kalla áningarstaðinn Sílóið en aðrar tillögur eru ekki nefndar á vef bæjarins.

Áningarstaður, Steypustöðin, er hluti af 4,5 km langri hringleið sem liggur um vesturhluta Hríseyjar. Leiðin samanstendur af stígnum meðfram ströndinni sem áður er getið, auk eldri slóða og vegbúta sem fyrir eru. Á leiðinni má m.a. komast að fallegri sandströnd sem hentar vel til sjóbaða, auk þess sem oft er hægt að sjá bæði seli og fjölbreytt fuglalíf. Leiðin liggur einnig yfir flugvöllinn – sem er sjaldan notaður – og að fuglaskoðunarsvæðinu við Lambhagatjörn.

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30