Fara í efni
Umræðan

Díoxínmengun greinist í eggjum frá Hrísey

Halla Tómasar heitir þessi sköruglega landnámshæna, ein af mörgum sem sjá hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey fyrir afurðum. Hún þarf að sætta sig við inniveru á næstunni, eftir að díoxínmengun greindist í eggjum frá búinu. Mynd: Facebook-síða Landnámseggja.

Egg frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey hafa verið innkölluð, eftir að díoxínmengun greindist í þeim. Ekki er ljóst hvaðan mengunin berst og forsvarsmenn fyrirtækisins hugleiða næstu skref.

Matvælastofnun varaði við neyslu eggja frá fyrirtækinu sem eru með best fyrir dagsetninguna 7. október, eftir að of mikið magn af díoxíni fannst í þeim við reglubundið eftirlit, og í kjölfarið voru þau innkölluð.

  • Díoxín-efni eru flokkur af efnum sem eru þrávirk lífræn efni sem eru hliðarafurð af alls kyns iðnaði en einnig bruna. Slík efni eru stöðug í náttúrunni séu þau komin þangað og lengi að hverfa. Þau berast gjarnan í dýr í gegnum fæðu. Langtímaútsetning díoxíns getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi, ónæmiskerfi og innkirtla og geta einnig verið krabbameinsvaldandi. Þar sem efnin brotni hægt niður geti þau safnast upp í dýrum og í tilfelli hæna losi þær efnin út í eggin.

Ekki er vitað hvaðan díoxínið barst í hænurnar eða í hversu margar þeirra. Sambærileg mengun greindist einnig í eggjum frá búinu fyrir um fimm árum og var þá rakin til mengunar í jarðvegi vegna stórbruna sem varð í Hrísey það sama ár.

Allar hænurnar komnar inn í hús

Samkvæmt vefsíðu Landnámseggja ehf. er íslenski landnámshænustofninn um 4.000 fuglar að stærð og um 900 þeirra eru hjá Landnámseggjum. Allar hænurnar, sem vanalega ganga frjálsar um, eru nú komnar inn í hús og verða inni í vetur. Valgeir Magnússon, annar eigenda Landnámseggja, segir í samtali við RÚV að það sé afar þungbært að þessi mengun hafi greinst og framtíðin sé spurningarmerki. „Við erum ekki búin að taka neina ákvörðun um framtíðina, við þurfum núna bara að ná vopnum okkar og skilja hvað er vandamálið og hvort það séu einhverjar lausnir og hvort þær séu yfirstíganlegar,“ segir Valgeir í frétt RÚV. Reiknað er með að hænurnar muni skila þessu frá sér nokkuð fljótt, þannig að eggjasala geti hafist að nýju, en rannsókn stendur yfir sem vonandi leiðir í ljós hvaðan mengunin hefur borist í fugla Landnámseggja ehf.

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00