Fara í efni
Umræðan

Bjuggu til knúsbekk við gönguleið í Hrísey

Sigurlína Jónsdóttir og Michael Jón Clarke á knúsbekknum fína. Myndir: aðsendar

Að fá knús í Hrísey er alls ekki ólíklegt, enda eyjarskeggjar einstaklega vinalegir og hlýir. En nú hafa líkurnar á knúsi í eyjunni jafnvel hækkað, þar sem kominn er upp svokallaður 'Knúsbekkur'. Bekkurinn er á horninu á lóð hússins við Austurveg 49, en ábúendur eru Michael Jón Clarke og Sigurlína Jónsdóttir. Þau settu upp bekkinn, en hugmyndin að honum á rætur sínar að rekja til Noregs.

„Fyrir nokkur mörgum árum var dóttir okkar að starfa sem læknir í Noregi. Þá var svona bekkur í bænum sem hún bjó í,“ segir Michael við blaðamann Akureyri.net. „Okkur fannst þetta sniðugt og tókum þarna myndir, sem við vorum svo að skoða núna nýlega. Þá sagði Sigurlína að það væri sniðugt að útbúa svona í Hrísey.“ 

Vinsæll myndastaður

Til að byrja með var pantað eitthvað járndrasl af Temu til þess að nýta í bekkinn, segir Michael, en það reyndist alveg handónýtt. „Við rukum bara til og keyptum þennan fína bekk í BYKO á tilboði og ég smíðaði smá grind utan um hann sem við skreyttum. Gamli, ryðgaði traktorinn minn hefur verið þarna á horninu og ég tók eftir því að fólk var oft að taka myndir af sér við hann. Svo hef ég séð fjölmargar myndir frá fólki líka síðan bekkurinn var kominn, og þetta virðist falla í góðan jarðveg.“

Skammdegisknús verða kósí

Bekkurinn er staðsettur við upphaf göngustígsins syðst á eyjunni, á hentugum áningarstað. Hann stendur neðst í brekkunni og er tilvalinn til þess að safna kröftum fyrir gönguferð, kasta mæðinni eftir gönguferð eða jafnvel bæði. Michael segir að lokum, að það verði áfram kósí á bekknum þó að fari að skyggja, vegna þess að þau hafi orðið sér út um sólarselluknúna ljósaseríu, sem þau ætli að setja á bekkinn á næstunni.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30