Fara í efni
Umræðan

Slakur fyrri hálfleikur varð KA-mönnum að falli

Phil Döhler lék mjög vel í marki FH í dag; varði 16 skot en Einar Birgir Stefánsson skoraði hjá honum í þetta skipti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Afleitur fyrri hálfleikur varð KA að falli í dag þegar FH kom í heimsókn í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. FH-ingar unnu 30:27 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.

Gestirnir voru miklu betri í fyrri hálfleik og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur KA-manna var slakur og Phil Döhler, markvörður FH, var þeim líka afar erfiður. KA-liðið er þekkt fyrir allt annað en að gefast upp og þrátt fyrir erfiða stöðu í hálfleik var enga uppgjöf að sjá. KA-menn náðu að minnka muninn í eitt mark en aldrei að jafna.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6 (3 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Dagur Gautason 5, Gauti Gunnarsson 5, Arnór Ísak Haddsson 3, Dagur Árni Heimisson 2 og Patrekur Stefánsson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 8 – 40% og Nicholas Satchwell 5 (1 víti) – 23%

FH fer með sigr­in­um upp í annað sæti deild­ar­inn­ar, hefur 12 stig, en KA er í átt­unda sæt­inu með sex stig.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00