Fara í efni
Umræðan

Sammála um að aðstaðan sé sprungin

Frá fundinum í dag. Mynd af vef KA.

KA-menn héldu fund í hádeginu með fulltrúum framboða til bæjarstjórnarkosninganna á laugardaginn, þar sem rædd voru málefni íþrótta og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri. Fulltrúar allra framboða mættu nema Pírata sem boðuðu forföll og Kattarframboðsins sem svöruðu ekki boðinu, að því er segir á heimasíðu KA.

Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA, fór yfir forsögu og stöðu KA í uppbyggingarmálum „og reifaði m.a. söguna að KA hefði búið við nánast sömu aðstöðuna á félagssvæði sínu frá árinu 1991 þegar að íþróttahús KA-manna var byggt og vígt, að gerfigrasæfingavellinum undanskildum sem tekinn var í notkun 2013,“ segir í frétt á heimasíðu KA.

„Það var aðalstjórn KA, starfsfólk og fulltrúar deilda félagsins sem sat fundinn með framboðunum og fóru fram góðar umræður í kringum framsögu Eiríks formanns, sem voru bæði fræðandi fyrir komandi sveitastjórnarfólk og einnig sjálfboðaliðana í KA sem munu ganga að kjörkössunum næstkomandi laugardag.“

Aðstaðan löngu sprungin

Miklar framkvæmdir eru í bígerð á KA-svæðinu og í raun þegar hafnar, því nýtt gerfigras verður lagt á völlinn sunnan við KA-heimilið einhvern næstu daga. Í lok þessa árs hefjast svo framkvæmdir við keppnisvöll KA-manna á svæði félagsins. „Sú framkvæmd verður mikil lyftistöng fyrir félagið og ber að þakka fráfarandi bæjarstjórn fyrir hennar vinnu í gerð uppbyggingasamningsins sem nær til þeirrar framkvæmdar.

Samhangandi við þessa framkvæmd er svo næsta framkvæmd í skýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri á listanum, það er félags- og búningsaðstaða sem fylgir auknum umsvifum á svæðinu. Hafa forsvarsaðilar KA og Akureyrarbæjar áður rætt um nauðsyn þess að ganga til samninga um þá framkvæmd sem fyrst. Ljóst er að dýrmætt land þar sem nú er Akureyrarvöllur getur komist í umsjá bæjarins um leið og KA getur hafið leik á nýjum keppnisvelli.

„Ljóst er að mikill hugur er í komandi sveitastjórnarfólki sem allt tók undir það að klára þyrfti uppbygginguna á KA-svæðinu (þ.e. keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu og aðstaða fyrir búningsklefa og aðrar deildir félagsins) sem allra fyrst. Fundargestir voru sammála um það að aðstaða KA-manna væri löngu sprungin og að núverandi klefar og skrifstofuaðstaða (fundarsalir o.þ.h.) rúmuðu ekki núverandi starfsemi, sérstaklega í ljós mikillar uppbyggingar sunnantil í bænum á undanförnum árum,“ segir á heimasíðu KA.

Heimasíða KA

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30