Mikilvægara en veiðigjöldin
09. júlí 2025 | kl. 15:00
Samfylkingin hefur ákveðið að slíta viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri.
Tilkynningin er svohljóðandi:
„Samfylkingin hefur ákveðið að slíta meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Framsókn. Ástæðan er mikill málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum s.s. velferðarmálum, umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum svo dæmi séu tekin.“