Fara í efni
Umræðan

Sambandi slitið við Múrmansk – burt úr NF

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi og segja sig úr samtökunum Northern Forum. Ákvörðunin er tekin vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og innrásin er fordæmd í nýlegri bókun bæjarráðs sem bæjarstjórn samþykkti í gær með 11 samhljóða atkvæðum.

„Akureyri hefur alltaf verið eina sveitarfélagið í Northern Forum, aðrir í samtökunum eru landsvæði eða héruð á norðurslóðum; héruð í Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi og Rússlandi en í seinni tíð hafa þetta verið við, Rússland og Finnmörk,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri við Akureyri.net. Hún segir Akureyri í raun ekkert hafa að gera lengur í samtökunum. „Aðrir eru enn skráðir í Northern Forum en taka ekki þátt lengur. Nú eru þetta í raun bara samtök sveitarfélaga í Rússlandi. Samtökin voru merkileg til að byrja með og höfðu áheyrnafulltrúa í Norðurskautsráðinu en við eigum ekkert sameiginlegt með þessum hópi lengur,“ segir Ásthildur.

„Vinabæjarsamstarfið hefur því miður ekki verið virkt í mörg ár,“ segir Ásthildur um tengsl Akureyrar og Múrmansk. „Akureyri átti mjög gott samstarf við Múrmansk og Arkangelsk á sínum tíma, en samstarfið hefur meira verið að nafninu til í langan tíma.“

Enn af umhverfismálum í Eyjafirði

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
02. október 2023 | kl. 16:00

Ferðaþjónustan þarf að gæta hófs

Benedikt Sigurðarson skrifar
01. október 2023 | kl. 12:50

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00