Fara í efni
Umræðan

Sæfari í slipp – flug fjóra daga í viku á meðan

Sæfari lætur úr höfn í Grímsey. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp vegna viðhalds í næstu viku og er síðasta ferð til og frá eyjunni í dag, föstudaginn 17. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

„Líklegt er að viðgerðir taki 6-8 vikur og því verður ekki hægt að ferðast með ferjunni á ný fyrr en í maí. Á því tímabili mun fiskiskipið Þorleifur sinna afurða- og vöruflutningum til og frá eynni fjórum sinnum í viku,“ segir í tilkynningunni.

„Farþegaflutningum verður hins vegar sinnt með áætlunarflugi og verður flugferðum fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Hægt verður að ferðast á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Í Grímsey er stoppað frá u.þ.b. 20 mínútum og upp í 2 klukkustundir allt eftir dögum. Flugið kostar frá 22.500 kr. fram og til baka,“ segir á vef bæjarins.

Flugið er á vegum flugfélagsins Norlandair og flogið er frá Akureyrarflugvelli. Í tilkynningu sveitarfélagsins er bent á að nánari upplýsingar megi finna á vef flugfélagsins, sjá www.norlandair.is.

Bóka flug

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30