Fara í efni
Umræðan

Um 1100 skammtar bóluefnis bárust í gær

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk rúmlega 1.100 skammta bóluefnis í gær. Bólusetning á Akureyri verður áfram á slökkvistöðinni og fólk boðað þangað með sms skilaboðum en hringt í þá sem ekki hafa skráðan farsíma.

Alls bárust 880 skammtar af bóluefni AstraZeneca og 240 skammtar frá Pfizer.

Efnið frá Pfizer verður nýtt til að klára fyrri bólusetningu hjá þeim sem eftir eru í hópi 80 ára og eldri, og þá fyrri hjá heilbrigðisstarfsmönnum sem eru eldri en 65 ára. Þá verður haldið áfram að bólusetja eldri íbúa eftir því sem bóluefnið berst og meginreglan er að bólusetja þá elstu fyrst.

Þeir sem bólusettir verða með efninu frá AztraZeneca eru m.a. starfsmenn á hjúkrunar- og dvalardeildum, slökkviliðsmenn, og aðrir heilbrigðisstarfsmenn en fá hitt efnið.

Næsti hópur sem fær svo bóluefnið frá AztraZeneca er fólk 65 ára og yngra með undirliggjandi sjúkdóma. Sá hópur verður bólusettur á næstu vikum eftir því sem bóluefni berst, segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30