Fara í efni
Umræðan

Um 1100 skammtar bóluefnis bárust í gær

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk rúmlega 1.100 skammta bóluefnis í gær. Bólusetning á Akureyri verður áfram á slökkvistöðinni og fólk boðað þangað með sms skilaboðum en hringt í þá sem ekki hafa skráðan farsíma.

Alls bárust 880 skammtar af bóluefni AstraZeneca og 240 skammtar frá Pfizer.

Efnið frá Pfizer verður nýtt til að klára fyrri bólusetningu hjá þeim sem eftir eru í hópi 80 ára og eldri, og þá fyrri hjá heilbrigðisstarfsmönnum sem eru eldri en 65 ára. Þá verður haldið áfram að bólusetja eldri íbúa eftir því sem bóluefnið berst og meginreglan er að bólusetja þá elstu fyrst.

Þeir sem bólusettir verða með efninu frá AztraZeneca eru m.a. starfsmenn á hjúkrunar- og dvalardeildum, slökkviliðsmenn, og aðrir heilbrigðisstarfsmenn en fá hitt efnið.

Næsti hópur sem fær svo bóluefnið frá AztraZeneca er fólk 65 ára og yngra með undirliggjandi sjúkdóma. Sá hópur verður bólusettur á næstu vikum eftir því sem bóluefni berst, segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00

Heimili er ekki „fjárfestingarvara“

Benedikt Sigurðarson skrifar
09. desember 2025 | kl. 13:00

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00