Fara í efni
Umræðan

Um 1100 skammtar bóluefnis bárust í gær

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk rúmlega 1.100 skammta bóluefnis í gær. Bólusetning á Akureyri verður áfram á slökkvistöðinni og fólk boðað þangað með sms skilaboðum en hringt í þá sem ekki hafa skráðan farsíma.

Alls bárust 880 skammtar af bóluefni AstraZeneca og 240 skammtar frá Pfizer.

Efnið frá Pfizer verður nýtt til að klára fyrri bólusetningu hjá þeim sem eftir eru í hópi 80 ára og eldri, og þá fyrri hjá heilbrigðisstarfsmönnum sem eru eldri en 65 ára. Þá verður haldið áfram að bólusetja eldri íbúa eftir því sem bóluefnið berst og meginreglan er að bólusetja þá elstu fyrst.

Þeir sem bólusettir verða með efninu frá AztraZeneca eru m.a. starfsmenn á hjúkrunar- og dvalardeildum, slökkviliðsmenn, og aðrir heilbrigðisstarfsmenn en fá hitt efnið.

Næsti hópur sem fær svo bóluefnið frá AztraZeneca er fólk 65 ára og yngra með undirliggjandi sjúkdóma. Sá hópur verður bólusettur á næstu vikum eftir því sem bóluefni berst, segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00