Fara í efni
Umræðan

Reykingar og Ólsen Ólsen – í Gamla skóla

Mynd: Kristján Pétur Guðnason

GAMLI SKÓLI – 13

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Um áratuga skeið spiluðu kennarar Ólsen Ólsen í löngufrímínútum á kennarastofunni – hvar sem hana var að finna í Gamla skóla. Myndin er tekin vorið 1980 á kennarastofunni í vesturstofu gömlu skólameistaraíbúðarinnar sem eitt sinn var svefnherbergi skólameistarahjónanna þar sem fæddust þrír drengir. Böðvar Guðmundsson íslenskukennari, Erlingur Sigurðarson íslenskukennari, Sverrir Páll íslenskukennari, Valdimar Gunnarsson íslenskukennari og Gísli Jónsson íslenskukennari sitja hugsandi yfir spilunum og reykja þrír pípu, eins og tíska margra gáfumanna var á síðustu öld. Fyrrum var reykt víða í Gamla skóla: á kennarastofu, í íbúð skólameistara og jafnvel í kennslustofum við vorpróf. Það er einnig í minnum haft, að þegar Brynjólfur Sveinsson íslenskukennari kom frá heimili sínu við Skólastíg til kennslu gekk hann inn um gamla anddyrið, eins og lög gerðu ráð fyrir, og eftir Langagangi inn á kennarastofuna sem þá var næst innan við Gunnbjarnarlínu, næst norðan við skrifstofu skólameistara. Á göngu sinni að heiman reykti hann stóran vindil og gekk reykjandi inn Langagang á kennarastofu og hélt þar áfram að reykja þar til vindillinn var allur.

  • Reykingar og Ólsen Ólsen er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30