Fara í efni
Umræðan

„Mesti sársauki sem ég hef fundið“

Ívar Örn á flugi í gær, sekúndubrotum áður en hann lenti harkalega á stöng Blikamarksins. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Betur fór en á horfðist þegar Ívar Örn Árnason, varnarmaðurinn öflugi í KA, rakst harkalega á markstöng í leiknum gegn Breiðabliki á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær. Hann var greinilega sárþjáður, leikurinn var stöðvaður í nokkrar mínútur á meðan hlúð var að Ívari en jaxlinn hélt síðan áfram leik eins og ekkert hefði í skorist.

Rúmlega 70 mínútur voru liðnar þegar Þorri Mar Þórisson sendi boltann fyrir markið, Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks greip hann nokkuð þægilega en Ívar, sem ætlaði að trufla Anton Ara, skall á stönginni. „Ég ætlaði að fara í markmanninn svo þeir fengju aukaspyrnu, þá hefðum við tíma til að stilla upp í vörn en Viktor Örn [Margeirsson] ýtti aðeins í bakið á mér, ekki fast en nóg til þess að ég missti jafnvægið,“ sagði Ívar Örn við Akureyri.net í dag.

„Ég náði að setja hendurnar á stöngina og koma í veg fyrir að ég lenti með andlitið á henni en mesta höggið var á spöngina; svæðið á milli pungs og rass! Það var ekki gott; ég fékk rosalegan verk í grindarbotninn – þetta er mesti sársauki sem ég hef fundið á ævinni.“

Hann harkaði af sér sem fyrr segir og lauk leiknum. Var aumur í gærkvöldi „en ég hefði sennilega verið miklu verri ef við hefðum ekki unnið leikinn!" segr Ívar í léttum dúr.

Hann æfði létt í dag og verður klár í leikinn gegn Val um næstu helgi. „Ég er ekki verri en það að ég fór og spilaði golf í dag. Þetta hrjáir mig ekki neitt." 

Smellið hér til að sjá umfjöllun um leikinn og myndir

Vinstra vor í Akureyrarbæ

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 21:00

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00