Margþætt, alvarleg staða á sjúkrahúsinu
Mannekla og lítil endurnýjun í lyflækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) ásamt aukinni eftirspurn gera aðstæður sjúkrahússins erfiða. Örfáir sérfræðingar sinna sérhæfðri og fjölbreyttri þjónustu á öllum tímum sólarhringsins og aðkoma heilbrigðisráðuneytis að lausnum er óhjákvæmileg til að komast úr núverandi krísu á stofnuninni og landsvæðinu.
Þetta segja Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson, læknar á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, í grein sem birtist á akureyri.net í morgun.
Kerfislæg hætta
Helga Björk og Guðjón segja stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega, hún sé margþætt og eigi sér lengri aðdraganda en uppsagnir ferliverkasamninga sem hafi verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. „Þjónustuskerðing lyflækninga á SAk hefur áhrif á flestar deildir og starfsemi sjúkrahússins, aðrar stofnanir svæðisins og eykur álag á Landspítala. Þetta er kerfisleg hætta,“ segir í greininni.
Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?
Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!
Er þjóðernishyggja hættuleg?
Fasteignaskattsprósenta lækkar!