Fara í efni
Umræðan

Meiri áhugi á Akureyri og SAk en ég bjóst við

Íslenska sendinefndin, ásamt Bryndísi Kjartansdóttur sendiherra Íslands í Svíþjóð.

Guðrún Dóra Clarke, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), og Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), voru í tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem er nýkomin heim úr ferðalagi um Skandinavíu með það fyrir augum að laða íslenska lækna aftur heim. Ragnheiður segir að mun meiri áhugi hafi verið á SAk og Akureyri en hún bjóst við.

Talið er að um 800 íslenskir læknar starfi erlendis, langflestir þeirra í Svíþjóð. Hópurinn hélt kynningar á nýjum kjarasamningi og bættu starfsumhverfi lækna í þremur borgum í Svíþjóð, auk Kaupmannahafnar í Danmörku. Á vef HSN segir Guðrún Dóra sendinefndina hafa fengið góðar móttökur og kynningar sem þessar á starfseminni sé mikilvægur liður í að laða fólk til starfa. 

Ragnheiður sagði hópinn hafa hitt um 100 lækna sem ýmist séu í sérnámi eða hafi lokið sérnámi. „Greinilegt er að meirihluti læknanna sem mættu stefnir á að snúa aftur heim á næstu árum. Mun meiri áhugi var á SAk og Akureyri en ég hefði búist við. Ég tel að við eigum eftir að ná að fjölga sérfræðilæknum og sérgreinum á næstu árum og byggja þannig upp enn öflugri þjónustu,“ segir Ragnheiður á vef SAk.

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30