Fara í efni
Umræðan

Landsbankinn og Þór endurnýja samning

Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, til vinstri, og Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs. Mynd af heimasíðu Þórs.

Landsbankinn og Íþróttafélagið Þór endurnýjuðu nýlega samstarfssamning og var skrifað undir hann í Hamri, félagsheimili Þórs. Á heimasíðu félagsins segir að bankinn hafi í töluverðan tíma verið einn af helstu samstarfsaðilum félagsins.

„Við Þórsarar erum gríðarlega ánægðir með áframhaldandi samstarf við Landsbankann. Samstarfið hefur gengið vel og þökkum við fyrir þann áhuga og stuðning sem Landsbankinn hefur sýnt okkar starfi og vorum við hér í dag að skrifa undir samning fyrir árin 2024 og 2025,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs við tilefnið.

Arnar Páll Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Akureyri skrifaði undir samstarfssamningin fyrir hönd bankans og sagði við tilefnið að afar ánægjulegt væri að styrkja jafn öflugt íþróttastarf og Þór bíður upp á í sínum röðum. „Við hjá Landsbankanum erum stolt af samstarfi okkar og stuðning við Þór og gleðjumst því að áframhald verði á því,“ sagði útibússtjórinn.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00