Fara í efni
Umræðan

L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur mynda meirihluta

L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur mynda meirihluta

Fulltrúar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá oddvitum flokkanna. „Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem stefnt er á að kynna 1. júni næstkomandi,“ segir í tilkynninguna frá Gunnari Líndal Sigurðssyni, Heimi Erni Árnasyni og Hlyn Jóhannssyni.

  • Í fyrstu atrennu eftir kosningar ræddu fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar myndun sjö manna meirihluta en tveir þeir síðarnefndu slitu þeim viðræðum; sögðu ágreining um málefni of mikinn og að L-listinn hefði krafist of mikils.
  • Næsta skref voru viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks. „Mikill samhljómur“ var á fyrsta fundi en svo fór að Samfylkingin sleit þeim viðræðum í gær. Ástæðan var „málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá samfylkingunni.

Árangur flokkanna þriggja í kosningunum var sem hér segir:

  • L-listi 1.705 atkvæði – 18,7% 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0% – 2 bæjarfulltrúar (var með 3)
  • Miðflokkur 716 atkvæði – 7,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja, frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Björk Reynisdóttir (L), Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Elma Eysteinsdóttir  (L) og Heimir Örn Árnason (D).

Að rífa eða rífa ekki, það er spurningin

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
25. nóvember 2022 | kl. 10:00

Svar við opnu bréfi Arnars

Ásthildur Sturludóttir skrifar
24. nóvember 2022 | kl. 15:40

Seðlabankastjóri á hálum ís

Björn Valur Gíslason skrifar
24. nóvember 2022 | kl. 12:00

Bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi

Ingólfur Sigfússon, Ásrún Ýr Gestsdóttir og Ingimar Ragnarsson skrifa
23. nóvember 2022 | kl. 13:40

AkureyrarAkademían og samfélagið

Sigurgeir Guðjónsson skrifar
23. nóvember 2022 | kl. 12:30