Fara í efni
Umræðan

L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur mynda meirihluta

Fulltrúar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá oddvitum flokkanna. „Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem stefnt er á að kynna 1. júni næstkomandi,“ segir í tilkynninguna frá Gunnari Líndal Sigurðssyni, Heimi Erni Árnasyni og Hlyn Jóhannssyni.

  • Í fyrstu atrennu eftir kosningar ræddu fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar myndun sjö manna meirihluta en tveir þeir síðarnefndu slitu þeim viðræðum; sögðu ágreining um málefni of mikinn og að L-listinn hefði krafist of mikils.
  • Næsta skref voru viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks. „Mikill samhljómur“ var á fyrsta fundi en svo fór að Samfylkingin sleit þeim viðræðum í gær. Ástæðan var „málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá samfylkingunni.

Árangur flokkanna þriggja í kosningunum var sem hér segir:

  • L-listi 1.705 atkvæði – 18,7% 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0% – 2 bæjarfulltrúar (var með 3)
  • Miðflokkur 716 atkvæði – 7,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja, frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Björk Reynisdóttir (L), Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Elma Eysteinsdóttir  (L) og Heimir Örn Árnason (D).

„Akureyrar ákvæðið“ um lagningu raflína í þéttbýli

Karl Ingólfsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 16:30

Hreint ekki eins og atvinnuviðtal

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
26. janúar 2026 | kl. 13:00

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00