Fara í efni
Umræðan

L-listi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur mynda meirihluta

Fulltrúar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá oddvitum flokkanna. „Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem stefnt er á að kynna 1. júni næstkomandi,“ segir í tilkynninguna frá Gunnari Líndal Sigurðssyni, Heimi Erni Árnasyni og Hlyn Jóhannssyni.

  • Í fyrstu atrennu eftir kosningar ræddu fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar myndun sjö manna meirihluta en tveir þeir síðarnefndu slitu þeim viðræðum; sögðu ágreining um málefni of mikinn og að L-listinn hefði krafist of mikils.
  • Næsta skref voru viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks. „Mikill samhljómur“ var á fyrsta fundi en svo fór að Samfylkingin sleit þeim viðræðum í gær. Ástæðan var „málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum,“ eins og það var orðað í tilkynningu frá samfylkingunni.

Árangur flokkanna þriggja í kosningunum var sem hér segir:

  • L-listi 1.705 atkvæði – 18,7% 3 bæjarfulltrúar (var með 2)
  • Sjálfstæðisflokkur 1.639 atkvæði – 18,0% – 2 bæjarfulltrúar (var með 3)
  • Miðflokkur 716 atkvæði – 7,9% 1 bæjarfulltrúi (var með 1)

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja, frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Björk Reynisdóttir (L), Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Elma Eysteinsdóttir  (L) og Heimir Örn Árnason (D).

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45