Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi
12. desember 2025 | kl. 08:00
Tveir íþróttakappleikir eru á dagskrá á Akureyri í kvöld. Þórsarar verða þar á ferð, annars vegar karlalið félagsins í körfubolta í Íþróttahöllinni, hins vegar karlaliðið í fótbolta í Boganum.
Karlalið Þórs í körfuknattleik hefur ekki riðið feitum hesti í fyrri hluta deildarinnar í vetur. Í kvöld er komið að síðasta leik liðsins í fyrri umferð mótsins þegar Þórsarar taka á móti Fylki, öðru tveggja liða sem eru fyrir neðan Þór í töflunni.
Þór er í 10. sæti deildarinnar, hefur unnið tvo leiki af tíu, en Fylkir er í 11. og næstneðsta sætinu með einn sigur.
- - -
Þór og Magni mætast í A-deild karla í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í kvöld. Þetta er fyrsti leikur Magna í mótinu, en Þór hóf mótið um liðna helgi og mátti þola 1-2 tap fyrir KA2.