Fara í efni
Umræðan

Í veikindaleyfi eða yrði rekinn ella

Miklar deilur eru á meðal forystumanna Flokks fólksins á Akureyri, eins og fram kom í gær. Aðalstjórn flokksins fundaði um málið í gærkvöldi en ekkert var ákveðið um framhaldið.

Jón Hjaltason, sagnfræðingur, þriðja maður á lista Flokks fólksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor, segir Ingu Sæland, formann flokksins, hafa „kynt undir“ deilur í síðustu viku þegar hún sagði að oddviti flokksins í bænum, Brynjólfur Ingvarsson, yrði að fara í veikindaleyfi, ella yrði hann rekinn.

Þrjár konur á listanum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sögðust hafa verið lítilsvirtar og hunsaðar af körlum í flokknum. Á trúnaðarfundum flokksins hafi þær verið sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar.

Tveir kostir

Jón segir í samtali við mbl.is: að á þriðjudag í síðustu viku hafi verið boðað til fundar, Brynjólfur hafi ekki getað mætt og konurnar þrjár tekið því illa.

„Þenn­an sama dag hringdi Inga Sæ­land [formaður Flokks fólks­ins] og talaði um nauðsyn þess að Brynj­ólf­ur færi frá og sagði að klukk­an fimm þenn­an sama dag ætlaði stjórn­in í Reykja­vík að funda og þar yrði Brynj­ólfi gefn­ir tveir kost­ir. Þá seg­ir hún við mig að annað hvort fari Brynj­ólf­ur í veik­inda­leyfi eða hann verði rek­inn. Þetta sagði hún ít­rekað við mig,“ seg­ir Jón Hjaltason við mbl.is.

Jón seg­ir deil­una und­an­farna daga og vik­ur hafa snú­ist um það hvort Brynj­ólf­ur færi í veik­inda­leyfi eða ekki.

„Þær, þess­ar kon­ur, hafa sótt það afar hart að hann færi í veik­inda­leyfi og segj­ast bera hag hans fyr­ir brjósti. Svo er fundað á þriðju­dag­inn sein­asta og það kem­ur ekk­ert út úr þeim fundi.“

Lamdi í borðið – vildi svar ...

Daginn eftir var annar fundur. „Þar mæt­um við, ég, Brynj­ólf­ur, Tinna og Mál­fríður. Þar held­ur Mál­fríður langa ræðu um ágæti Brynj­ólfs og hvað henni þyki vænt um hann. Ég leyfi mér þá að spyrja hana hvort henni þyki rétt og viðeig­andi að ræða hans starfs­lok í bæj­ar­stjórn að hon­um fjar­ver­andi eins og þau gerðu dag­inn áður,“ segir Jón við mbl.is.

„Ég þríend­ur­tek þá spurn­ingu og hún svar­ar ekki. Það end­ar með því að ég lem í borðið og seg­ist vilja fá svar en þá geng­ur hún á dyr, grát­andi að eig­in sögn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Málfríður hafi komið grát­andi á fund­inn.

„Hún kom illa stemmd á fund­inn og fór illa stemmd. En ég barði í borðið og heimtaði svar og það er sá ill­vilji sem þær tala um.“

Spurður hvar rót ágrein­ings flokks­ins á Ak­ur­eyri liggi seg­ir hann að kon­urn­ar hafi gert mikið úr því að Brynj­ólf­ur hafi verið ým­ist að hætta eða ekki hætta í bæj­ar­stjórn.

„Hann sagði í upp­hafi að hann myndi ekki sitja út tíma­bilið. Kannski í tvö ár og skipta svo við Mál­fríði. Svo ger­ist það fyr­ir tveim vik­um að hann fékk fyr­ir hjartað þannig að hann lét okk­ur vita að hann yrði núna að hætta.

Svo kom í ljós að þetta var ekki al­var­legt þannig að hann lét okk­ur vita á fundi að þetta hafi ekki verið neitt al­var­legt svo hann myndi halda áfram. En þetta sat ein­hvern veg­inn í þeim þannig að þær hafa sett það á odd­inn að hann færi í veik­inda­frí.“

Jón segist ímynda sér að ofbeldið sem rætt er um sé það þegar hann barði í borðið. Tal um kynferðislegt ofbeldi sé honum hins vegar hulin ráðgáta.

Spurður út í meint­ar hót­an­ir Brynj­ólfs í garð kvenn­anna seg­ir Jón við mbl.is:

„Hann sendi bréf á átta eða tíu flokks­menn þar sem hann fór nokkuð hörðum orðum um þenn­an sam­skipta­máta okk­ar.“ Hann segir málið afskaplega leiðinlegt. „Menn hafa ekk­ert náð að vinna al­menni­lega sam­an, það verður bara að viður­kenn­ast.“

Smellið hér til að lesa frétt mbl.is

„Sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar“

Inga Sæland segir ásakanir trúverðugar

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 15:45

Sammála en þó á móti

Jón Hjaltason skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 17:40

Áhugaverð hugmynd að nýtingu Tjaldsvæðisreitsins

Benedikt Sigurðarson skrifar
18. nóvember 2023 | kl. 15:00

Vakning um ofbeldi gagnvart verslunarfólki

Eiður Stefánsson skrifar
17. nóvember 2023 | kl. 12:35

Erfið staða bænda nú er okkur sem samfélagi að kenna

Hólmgeir Karlsson skrifar
15. nóvember 2023 | kl. 10:00

Sex gjaldfrjálsir klukkutímar og tekjutenging

Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 17:25