Fara í efni
Umræðan

Samstarf Norðurorku og Dalvíkurveitna?

Mynd af vef Norðurorku.

Norðurorka hefur til athugunar beiðni sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um að skoða möguleika á því að koma að rekstri veitna sveitarfélagsins. Norðurorka hefur tekið jákvætt í málið og svaraði sveitarstjóra formlega með bréfi 13. október. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar tók málið formlega fyrir á fundi 16. október og fól sveitarstjóra að vinna málið áfram í formi tímabundinnar úrlausnar. 

Viðræður eru á frumstigi að því er fram kemur í fundargerð stjórnar Norðurorku 28. október. Þar segir að væntingar séu til þess að málið vinnist hratt og að hægt verði að ganga frá samningi innan skamms tíma. 

Hitaveita Dalvíkur nýtir jarðhita úr tveimur jarðhitakerfum, við Hamar í Svarfaðardal og við Brimnesborgir. Svæðið að Hamri hefur nýst Dalvíkingum til húshitunar frá 1969, en þaðan kemur um 64 gráðu heitt vatn. Þar eru tvær aðalvinnsluholur. Lokið var við borun á fyrri holunni 1977 og þeirri seinni tíu árum síðar. Hitt jarðhitakerfið sem Hitaveita Dalvíkur nýtir, við Brimnesborgir, var virkjað 1998 og hefur séð byggðakjörnunum á Árskógssandi og Hauganesi, ásamt þjónustu- og iðnaðarsvæðinu við Árskóga fyrir eitu vatni. Jafnframt hefur heitu vatni frá Brimnesborgum verið veitt inn í Svarfaðardal frá 2007. Borun fyrri holunnar við Brimnesborgir lauk 1997 en þeirri seinni árið 2006. 

Um vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er hins vegar takmarkaðar upplýsingar að finna á vef sveitarfélagsins.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10